Styðja Tónlistarhúsið

Framkvæmdir við tónlistarhúsið eru komnar vel á veg.
Framkvæmdir við tónlistarhúsið eru komnar vel á veg. mbl.is/Kristinn

„Með þessu bréfi viljum við sýna íslensku þjóðinni skilyrðislausan stuðning okkar við að þetta mikilvæga verkefni verði leitt til lykta.“ Svo segir í bréfi, sem þeir Vladímír Ashkenazy tónlistarmaður, Ólafur Elíasson listamaður, Peer Teglgaard Jeppesen arkitekt og Jasper Parrott ráðgjafi hafa sent frá sér um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík.

Segja þeir, að spurningar hafi vaknað um framtíð þess í því efnahagslega ofviðri, sem nú geisi á Íslandi, en það sé ekki ætlun þeirra að hverfa frá verkefninu eins og aðrir hafi gert. Segja þeir, að Íslendingar og íslensk menning eigi húsið skilið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert