Ólögleg plönturækt í Breiðholti

Kannabisplöntur.
Kannabisplöntur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Breiðholti í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 40 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

Tveir karlar, annar á þrítugsaldri en hinn á fertugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknar málsins.

Á sama stað fannst talsvert af verkfærum en grunur leikur á að þau séu illa fengin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert