Fegurðarsamkeppni gimbra verður haldin í fjárhúsunum á Svalbarði á Melrakkasléttu á laugardag. Allir nemendur á grunnskólaaldri mega koma með eina gimbur og taka þátt í keppninni.
Samkvæmt reglum keppninnar mega bimbrar aðeins vera úr Þistilfirði eða af Langanesi. Þekktir dómarar dæma auk þess sem áhorfendur kjósa vinsælustu gimbrina.
Verðlaun verða veitt fyrir fegurstu gimbrina 2008, vinsælustu gimbrina, Lambásgimbrina og e.t.v. fleiri. Leyft er að skreyta gimbrarnar en þó mega þær ekki fara í fitusog eða í silikonmeðferð.