Þrátt fyrir trausta fjárhagsstöðu hafa forystumenn Garðabæjar ákveðið að fresta ýmsum framkvæmdum.
Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að framkvæmdir við nýjan leikskóla í Akralandi og skólabyggingu í Urriðaholti hefur verið slegið á frest. Hins vegar verður haldið áfram byggingu fimleikahúss við Ásgarð og annars áfanga Sjálandsskóla. Eins og áður hefur komið fram hefur framkvæmdum við nýjan miðbæ verið frestað tímabundið. Þá verður kaupum á búnaði frestað eins og hægt er.
Samkvæmt upplýsingum upplysingafulltræua Garðabæjar er helsta ástæða þess að framkvæmdum við skólabyggingar í Akralandi og Urriðaholti er frestað sú að uppbygging hverfanna hefur gengið hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Því sé ekki talin þörf á þessum viðbótar skólabyggingum jafn fljótt og áður var talið.