Skemmdist við strandið

Grímsnes GK.
Grímsnes GK. mbl.is/hafþór Hreiðarsson

Dragnótabáturinn Grímsnes GK-555, sem strandaði á sandrifi 3,2 sjómílur norðaustur af Skarðsfjöruvita á Meðallandssandi, gæti náð höfn í Vestmannaeyjum laust eftir miðnættið. Báturinn var fyrir stundu kominn að Dyrhólaey. Grímsnes siglir nú fyrir eigin vélarafli á um sex sjómílna hraða.

Varðskipið Týr fylgir bátnum til hafnar. Á leiðinni er vestan strekkingur, eða beint á móti. Sjókælir bátsins skaddaðist þegar hann strandaði. Varðskipið tók bátinn í tog en skipverjum tókst í dag að gangsetja aðalvél Grímsness GK og sigla bátnum á hægri ferð fyrir eigin vélarafli. Þá var ákveðið að losa dráttartaugina.

Grímsnes GK-555 er 33 metra langur, 178 brúttólesta dragnótabátur frá Grindavík með níu manns í áhöfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka