Tekur við embætti lögreglustjóra um áramót

Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn, Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Sigríður Björk og Jón …
Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn, Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Sigríður Björk og Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn. mbl.is

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, aðstoðarríkislögreglustjóri, tekur við embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum hinn 1. janúar næstkomandi. Sigríður hefur starfað hjá embætti ríkislögreglustjóra í um tvö og hálft ár og var hún skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri þann 1. janúar 2007 og staðgengill ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk var sýslumaður Ísfirðinga frá 2002 til 2006.

Sigríður Björk vann að endurskipulagningu embættis ríkislögreglustjóra og annaðist daglega stjórn löggæslu- og öryggissviðs. Undir sviðið heyrir sérsveit, greiningardeild, almannavarnir, fjarskiptamiðstöð og alþjóðadeild. Á þessum tímamótum var Sigríður Björk kvödd með þökkum og óskum um áframhaldandi farsælan feril. Henni var afhent að gjöf hópmynd af sérsveit ríkislögreglustjóra, sem Sigríður Björk hefur stýrt, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert