Raddir Fólksins krefjast þess að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra segi tafarlaust af sér. Forsvarsmenn Radda fólksins gengu á fund Árna í dag og afhentu honum áskorunina.
Raddir fólksins hafa staðið fyrir aðgerðum síðan 11.október vegna þess ástands sem skapast hefur á Íslandi í kjölfar bankahrunsins.
Í tilkynningu Radda fólksins segir að ljóst sé að aðalleikarar á hinu pólitíska sviðið í þeim fjárhagslegu hamförum sem skekið hafa Ísland, séu forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður bankastjórnar Seðlabankans. Annmarkar á undirbúningi, ákvörðun og málsmeðferð öll séu með þeim hætti að óhjákvæmilegt sé að ráðherrar axli pólitíska ábyrgð.