Alls voru 164 þúsund tonn af kolum notuð til orkuframleiðslu árið 2007 en Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga og Sementsverksmiðjan nota nær öll þau kol sem flutt eru til landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Orkuspárnefndar, sem kynnt var í dag.
Fram kemur í skýrslunni, að kolanotkun hér á landi hafi að mestu staðið
í stað frá árinu 2001. Einungis sé um að ræða tvö fyrirtæki sem nota kol beint við framleiðslu sína.
Auk kola notaði Sementsverksmiðjan notaði einnig á tímabili úrgangsolíu og skautleifar sem komu í stað hluta af kolanotkuninni. Brennslu skautleifa hefur verið hætt og brennsla úrgangsolíu hefur minnkað
mikið.
Búist er við óbreyttri notkun kola hjá stóriðjufyrirtækjum enda er ekki spáð fyrir um aukna stóriðju. Ekki er búist við því að kolanotkun aukist á kostnað olíunnar þar sem hún er mest notuð í samgöngum og þar eru engin áform eru um að nota kol. Ennfremur er ólíklegt að um frekari notkun kola verði að ræða í hefðbundnum iðnaði.