Lítil kennsluflugvél lenti heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf fjögur í dag, en drepist hafði á öðrum hreyfli vélarinnar. Mikill viðbúnaður var vegna flugatviksins og Suðurgötu m.a. lokað.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var mannskapur frá fjórum stöðvum kallaður út og bátur mannaður. Þá sá lögregla um að loka Suðurgötu af öryggisástæðum. Allt fór hins vegar vel og flugvélinni var lent án skakkafalla.