Samkvæmt gögnum Fasteignaskrár Íslands um þróun íbúðaverðs eftir landshlutum frá árinu 1990 hefur íbúðaverð hækkað mest á Vesturlandi undanfarin 18 ár en þar hefur íbúðaverð tæplega fimmfaldast frá árinu 1990 sé miðað við meðalkaupverð á fermetra.
Fjórföldum íbúðaverðs
Á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi hefur íbúðaverð fjórfaldast á sama tímabili. Þá hefur íbúðaverð þrefaldast á Norður- og Austurlandi frá árinu 1990. Minnst hefur íbúðaverð hækkað á Vestfjörðum en þar hefur íbúðaverð tvöfaldast í verði síðan árið 1990. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.
„Mikill verðmunur er nú á íbúðum eftir því hvar þær eru staðsettar á landinu og hefur þessi verðmunur aukist mikið á undanförnum 18 árum. Árið 1990 var húsnæðisverð hæst á höfuðborgarsvæðinu og var meðalfermetraverð þá 65 þúsund krónur. Ódýrastur var hinsvegar fermetrinn á Vesturlandi sem kostaði 35 þúsund krónur. Er það 46% lægra verð en greitt var fyrir fermetrann að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu.
18 árum síðar hefur munurinn hinsvegar heldur aukist. Íbúðir voru á síðasta ári ódýrastar að meðaltali á Vestfjörðum þar sem greiða þurfti 67 þúsund krónur fyrir fermetrann. Það er aðeins ríflega fjórðungur þess sem greiða þurfti á höfuðborgarsvæðinu en þar kostaði meðalfermetrinn 261 þúsund á síðasta ári"