Húsið á annan í fjölskyldunni

Fasteignaviðskipti fara nú oft fram sem makaskipti
Fasteignaviðskipti fara nú oft fram sem makaskipti mbl.is/Frikki

Tilvikum þar sem eigendaskipti urðu á fasteign (eða eignarhluta á fasteign) innan sömu fjölskyldu fjölgaði um 46% í fyrra frá árinu 2007. Í þessu sambandi er átt við hjón eða sambúðarfólk og ólögráða börn þeirra.

Í nýjum tölum frá Fasteignamati ríkisins kemur fram að slík eignaskipti voru 459 talsins árið 2007 en 670 talsins árið 2008.

Athygli vekur að fjórir mánuðir skera sig úr hvað þetta varðar. Fyrst er að nefna júlí 2007, en þann mánuð náði hlutabréfaverð í heiminum hámarki og lækkaði mjög hratt frá miðjum júlímánuði. Þennan mánuð voru eignaskipti innan fjölskyldu 93 talsins, samanborið við 51 mánuðinn á undan.

Síðustu þrjá mánuði síðasta árs fjölgaði slíkum eignaskiptum aftur mikið. Voru þau 47 talsins í september 2008, en 107 í október, 102 í nóvember og 98 í desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert