Árlegur Háskóladagur er í dag en þá bjóða allir háskólar landsins til kynningar á námsframboði sínu fyrir næsta skólaár. Allt framboð náms í grunnnámi við HÍ verður kynnt samtímis í Háskólatorgi, Odda og Gimli. Á sama tíma munu aðrir íslenskir háskólar kynna starfsemi sína og námsleiðir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Danskir og sænskir háskólar munu einnig kynna framhaldsnám í Norræna húsinu.
Fræðasvið Háskóla Íslands eru fimm, félagsvísindasvið, heilbrigðisvísindasvið, hugvísindasvið, menntavísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Deildirnar eru 25 og námsleiðirnar skipta hundruðum. Námsframboðið er því mjög fjölbreytt og námskynningin er kjörinn vettvangur fyrir þá sem hyggja á nám við HÍ að kynna sér hvaða möguleikar eru í boði. Fulltrúar deilda, bæði nemendur og kennarar, verða á svæðinu og geta svarað spurningum sem brenna á gestum. Einnig verður hægt að nálgast kynningarbæklinga, skoða háskólasvæðið og njóta skemmtiatriða.
Á sama tíma munu aðrir íslenskir háskólar kynna starfsemi sína og námsleiðir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Danskir og sænskir háskólar munu einnig kynna framhaldsnám í Norræna húsinu.
Nánari upplýsingar um Háskóladaginn 2009