Fastir á Íslandi

mbl.is//Sverrir

Þeir sem misst hafa vinnuna og eru á atvinnuleysisbótum mega ekki fara til útlanda. „Skilyrði fyrir því að vera á atvinnuleysisbótum er að þú sért í virkri vinnuleit og ef þú ert ekki tiltækur geturðu ekki fengið greiddar bætur,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Komi í ljós að bótaþegi hafi farið utan biður Vinnumálastofnun hann um útskýringar. Séu þær ekki teknar gildar er hægt að svipta viðkomandi atvinnuleysisbótum í allt að átta vikur.

Gissur segir það frekar algengt að fólk sé svipt bótum fyrir að vera ekki til reiðu eða gefa ófullnægjandi útskýringar á því hvers vegna það hafnar starfi sem því er boðið. „Ef maður sækir um atvinnuleysisbætur þá sækir maður í leið um vinnu. Þetta er sama eyðublaðið. Þú hefur réttindi til að fá greiddar bætur en þú hefur skyldur sem ganga út á að vera til reiðu og vera virkur í vinnuleitinni.“ Það sama gildir um fólk sem er í t.d. 50% starfi og fær á móti 50% af atvinnuleysisbótum. „Sá sem er í hálfu starfi er umsækjandi um hálft starf, “ segir Gissur.

Þeir sem eru á atvinnuleysisbótum þurfa að staðfesta atvinnuleit milli 20. og 25. hvers mánaðar. Hægt er að gera það gegnum netið en fylgst er með því hvort staðfestingin komi úr tölvu utan Íslands. Gissur segir þó auðvitað ekki hægt að koma í veg fyrir að fólk láti vini eða ættingja hérlendis gera það fyrir sig en slíkt sé svindl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka