Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gekkst í dag undir framhaldsmeðferð á vélinda vegna þess meins sem hann greindist með á liðnum vetri.
Fram kemur á vef Sjálfstæðisflokksins, að meðferðin fór fram á háskólasjúkrahúsinu í Amsterdam og hafi gengið að óskum.
Gert er ráð fyrir að Geir þurfi að fara í sambærilega meðferð eftir þrjá mánuði.