Pólskur karlmaður, 22 ára gamall, var stöðvaður við reglulegt tolleftirlit í Leifsstöð í gærkvöldi. Um eitt kíló af ætluðu amfetamíni reyndist vera falið í sólum skónna sem maðurinn var í. Hann var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar.