Sjötíu og fimm voru staðnir að hraðakstri í Suðurhólum í Reykjavík á þriðjudag en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vesturátt, að Álftahólum. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 262 ökutæki þessa akstursleið og því óku 29% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða.
Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sex óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 56. Fyrir ári var lögreglan við hraðamælingar á þessum sama stað í Suðurhólum og þá óku 24% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða en þá var meiri umferð um götuna (303 ökutæki). Meðalhraði hinna brotlegu í fyrra var líka 43 km/klst.
Fimmtíu og einn var staðinn að hraðakstri í Norðurfelli í Reykjavík á þriðjudag en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vesturátt, að Gyðufelli. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 86 ökutæki þessa akstursleið og því óku 59% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 47 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Þrettán óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 64.
Fyrir ári var lögreglan við hraðamælingar á þessum sama stað í Norðurfelli og þá óku 40% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða en þá var meiri umferð um götuna (117 ökutæki). Meðalhraði hinna brotlegu í fyrra var tæplega 46 km/klst.