Steingrímur: Fjárlagavinna sett í forgang

Steingrímur J. og Katrín Jakobsdóttir koma til funda við Jóhönnu …
Steingrímur J. og Katrín Jakobsdóttir koma til funda við Jóhönnu á heimili hennar í gær. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir það öðrum þræði VG að þakka að stjórnin skuli bæta við sig fimm þingmönnum. „Það er fyrst og fremst þessi stóri sigur sem býr til hið nýja landslag.“

Hann segir „útblásna Evrópuumræðu“ hafa „heltekið fjölmiðlana“ á síðustu dögum kosningabaráttunnar og að hann telji það hafa virkað í báðar áttir fyrir flokkinn. „Mjög mikið af okkar stuðningsfólki vildi fullvissu um að við stæðum á okkar stefnu í Evrópumálum um leið og við höfum alltaf sagt að við erum tilbúin til að ræða farveginn og að það sé þjóðin sem ráði. Hvort fleiri hefðu kosið okkur ef við hefðum haft þetta opnara er önnur saga en við erum ekki flokkur sem villir á sér heimildir,“ segir hann. 

Spurður hvenær sé að vænta aðgerða til að stoppa upp í fjárlagagatið segir Steingrímur ljóst að sú vinna verði sett í forgang á allra næstu vikum.

„Ég hef áður gefið það út að þungi vinnunnar við að útfæra okkar áherslur varðandi fjárlagaárið 2010 muni lenda núna á maí og fyrrihluta júnímánaðar. Það er gríðarleg törn framundan í því að leggja línur og útfæra tæknilega þær leiðir sem hægt er að fara þar í eftir atvikum tekjuöflun eða sparnaði. Sú vinna verður að fá mikinn forgang á næstu sex, sjö vikum eða svo,“ segir Steingrímur.

Hvað Evrópumálin áhrærir vill Steingrímur aðeins láta það uppi að Vinstri græn muni setjast niður með Samfylkingunni á næstunni. Hann vilji hins vegar ekki gefa upp neinar tímasetningar, „allra síst í þessu máli“.

Nánar er rætt við Steingrím í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert