Varað við vatnaskemmdum

Vegna vatnaskemmda á Laxárdalsheiði, vegi númer 59 eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát á heiðinni, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegna aurbleytu og hættu á skemmdum hefur allur akstur nú verið bannaður á nánast öllum hálendisleiðum.

Það eru hálkublettir á Dynjandisheiði á Vestfjörðum. Á Austurlandi er krapasnjór á Möðrudalsöræfum og hálka á Mjóafjarðarheiði. Að öðru leyti má heita að greiðfært sé um allt land.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka