Hafa þurft að hækka um 42-43%

Hráefniskostnaður Myllunnar hefur tvöfaldast á einu ári og af þeim sökum hefur fyrirtækið þurft að hækka verð á vöruflokkum sínum um 42-43%. Þar sem hráefniskostnaður er um 45-50% af framleiðslukostnaðinum hefur ekki þurft að hækka meira þrátt fyrir gríðarlega hækkun á hráefninu.

„Við kaupum hveiti frá íslenskri myllu, Kornax,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Myllunnar, en bendir á að ekki sé til neitt íslenskt korn og þess vegna þurfi að flytja það allt inn. „Það er malað hér og unnið en kornið hefur hækkað gríðarlega,“ segir Björn. Hann segir að fyrirtækinu hafi tekist að halda sjó, en hafi ekki þurft að bæta við sig fólki. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að innlend framleiðsla selst nú betur á kostnað innflutnings.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka