Vilja láta stöðva auglýsingu Kaupþings

Kaupþing.
Kaupþing. Reuters

Kreditkort, útgefandi American Express á Íslandi, hefur farið fram á að auglýsingar Kaupþings, þar sem e-kort Kaupþings eru borin saman við Icelandairkort American Express, verði stöðvaðar.
 
Að mati forsvarsmanna American Express er auglýsingin uppfull af staðreyndavillum og villandi upplýsingum og hefur fyrirtækið því farið fram á að Neytendastofa stöðvi frekari birtingar á auglýsingunni, að því er segir í tilkynningu frá Kreditkortum.

„Í kærunni til Neytendastofu er bent á að súlur sem eru aðalefni auglýsinganna gefi algjörlega ranga mynd af hlutfalli fríðinda- og punktasöfnunnar milli þessara tveggja kreditkorta. Í raun snúi auglýsingarnar málinu alveg á haus, því punkta- og fríðindasöfnun sé ótvírætt mun meiri á korti American Express," samkvæmt tilkynningu.

Farið hefur verið farið fram á að Neytendastofa nýti heimild til að stöðva birtingarnar á meðan á meðferð málsins stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert