Fangelsi fyrir peningafals

Hæstiréttur staðfesti í dag tíu mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir manni fyrir peningafals en hann falsaði tuttugu 2000 króna seðla og notaði til þess ljósritunarvél.

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, er síbrotamaður en hann var jafnframt dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslu sinni 2,19 grömm af amfetamíni sem lögregla fann við leit á honum.

Lögreglan handtók manninn í apríl 2007.  Við leit á honum fundust 20  tvö þúsund króna seðlar sem lögreglan taldi að væru falsaðir.  Í frumskýrslu er haft eftir manninum að þeir væru ljósritaðir. 

Við yfirheyrslu kvaðst hann hafa ætlað að nota þessa peninga í pókerspili ásamt félögum sínum og staðfesti hann þann framburð fyrir dómi.  Aldrei hafi verið ætlun hans að nota peningana í viðskiptum eða til að blekkja með.  Hann ítrekaði að hann hafi skýrt lögreglu frá þessu strax á vettvangi.  Lögreglan fann einnig á honum framangreint magn af amfetamíni sem hann kannaðist við að eiga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert