Mildi þykir að enginn hafi verið á gangi á hringtorginu þegar vörubíl, fullum af vikri, hvolfdi inn á hringtorgið fyrr í dag.
Að sögn lögreglu á Selfossi er nú verið að ræða við ökumann vörubílsins og tildrög óhappsins því ekki alveg ljós. Þó hefur sjónarvottur lýst því svo að bíllinn hafi komið inn í hringtorgið og vagninn tekið að halla með þeim afleiðingum að bíllinn skall til hliðar í beygjunni.
Bíllinn var á leið út úr hringtorginu til hægri þegar vagninn dró bílinn til hliðar. Lögregla segir erfitt að segja til um hvort bíllinn hafi verið ranglega hlaðinn en farmur vikurbíla stendur hátt.
Unnið er að því að hreinsa upp vikurinn og lesta hann á annan bíl.