Eldur í kjötvinnslu Norðlenska

Slökkvilið Akureyrar að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkvilið Akureyrar að störfum. Myndin er úr safni.

Slökkviliðið á Akureyri var kallað út að kjötvinnslu Norðlenska við Grímseyjargötu rétt fyrir klukkan 19 í kvöld var  Eldboð barst stjórnstöð Öryggismiðstöðvar og þegar vaktmaður kom á staðinn var talsverður reykur í miðrými hússins.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru reykkafarar  sendir inn í húsið og fundu þeir fljótlega upptök eldsins en sagi úr reykkofni hafði verið settur í plastbakka og hafði eldur læst sig í bakkann.

Slökkvistarf tók skamma stund en húsið var reykræst á eftir. Litlar skemmdir urðu á húsnæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert