„Mönnum var mjög brugðið“

Frá aðgerðunum við Sandgerðishöfn í dag.
Frá aðgerðunum við Sandgerðishöfn í dag. mbl.is/Reynir

„Þegar að togarinn [Sóley Sigurjóns GK 200] losnar þá er eins og það komi átak á hliðina á dráttarbátnum,“ segir Reynir Sveinsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Sandgerði. Augnabliki síðar var hafnsögubáturinn Auðunn kominn á hliðina í höfninni. Reynir segir að mönnum hafi verið afar brugðið.

Þá hafi allt verið komið á fullt og mikill hávaði í mannskapnum. „Ég sá bara skrúfuna snúast upp úr og mönnum var mjög almennt mjög brugðið,“ segir Reynir. 

Hann segir að bátarnir hafi flautað þegar mönnum tókst að ná togaranum á flot. „Svo breyttist þetta í hálfgerðan harmleik,“ segir hann og bætir við: „Þetta var svakalegt að horfa upp á þetta.“

Reynir segir að þetta hafi gerst hratt. Aðeins hafi liðið um tvær mínútur þar til mönnum var bjargað. Tveir menn voru í lóðsinum, annar uppi á dekki en hinn í stýrishúsi. Sá í stýrishúsinu fór niður með lóðsinum en komst upp á yfirborðið um 1-2 mínútum eftir að báturinn sökk.

Auðunn var að ýta á bakborðshlið Sóleyjar þegar hún losnaði og vildi þá ekki betur til en að landfestar hennar, sem voru tengdar í lóðsinn, drógu bátinn á hliðina.

Hér sést þegar hafnsögubáturinn er að sökkva.
Hér sést þegar hafnsögubáturinn er að sökkva. mbl.is/Reynir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert