Þurfa að bíða í þrjú ár eftir réttindum

Snjómokstur á Akureyri. Vörubílstjórar hafa oft mikið að gera við …
Snjómokstur á Akureyri. Vörubílstjórar hafa oft mikið að gera við það að auka burt snjó af götum höfuðstaðar Norðurlands. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Aldursmark þeirra sem geta öðlast réttindi til að vinna á vörubíl hækkar 10. september úr 18 í 21 ár. Ungur maður sem á afmæli 10. september þarf að bíða í þrjú ár eftir meiraprófinu.

Aldursbreytingarnar eru liður í innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins. Reglurnar eru samræmdar um alla Evrópu. Fyrir réttu ári voru atvinnuréttindi á fólksflutningabíla hækkuð í 23 ár. Nú eru atvinnuréttindi á vörubíla yfir 7,5 tonn að þyngd hækkuð í 21 ár. Jafnframt þurfa vörubílstjórar að endurnýja réttindi sín með námskeiðum á fimm ára fresti.

Kjartan Þórðarson, sérfræðingur á Umferðarstofu, segir að setning þessara reglna eigi sér langan aðdraganda. Tilgangurinn sé að auka öryggi og jafna samkeppnisstöðu. Hann getur þess að fyrir tólf árum hafi meiraprófsaldurinn verið færður niður hér. Menn geta áfram öðlast réttindi á minni bíla við átján ára aldur, svo sem sendibíla. Hugmyndin er að menn geti byrjað á minni bílum og síðan fært sig yfir á þá stærri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert