Lögreglan á Selfossi segir að mikið hafi verið um ölvun í umdæmi hennar í nótt. Slagsmál brutust m.a. út á Flúðum, Eyrarbakka og Hvolsvelli. Tveir gistu fangaklefa á Selfossi vegna þeirra, en einn á Hvolsvelli. Tildrögin eru ekki ljós en varðstjóri segir mikið um að fólk hafi verið atast í næsta manni.
Í kjölfar slagsmálanna á Eyrarbakka var líkamsárás kærð. Kærandinn var hins vegar stjórnlaus í skapinu og er hann annar þeirra sem fékk að sofa úr sér í fangaklefa Selfosslögreglunnar. Sá er karlmaður um tvítugt.
Einn maður nefbrotnaði í slagsmálum á Flúðum. Var hann fluttur á slysadeild Landspítala þar sem gert var að sárum hans. Enginn var tekinn vegna ölvunar eða áhrifa fíkniefna undir stýri.