Fyrstu konurnar eru nú komnar í mark í Laugavegshlaupinu. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir sigraði í kvennaflokki og hljóp á 5 klukkustundum og 33 mínútum rúmum. Hún var mjög nálægt því að slá met í kvennaflokki.
Hólmfríður Vala bætti persónulegan árangur sinn
um hálftíma en í fyrra hljóp hún á 6:03:50. Röð fyrstu kvenna er þessi:
1. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, ÍSL, 5:33:10 (1974)
2. Ásdís Söebeck Kristjánsdóttir, ÍSL, 5:36:15 (1967)
3. Rakel Ingólfsdóttir, ÍSL, 5:49:59 (1985)
Áætlað er að síðustu hlauparar verði komnir í mark í síðasta lagi kl.18.30.
Fyrstu karlar í mark voru
1. Þorbergur Ingi Jónsson, ÍSL, 4:20:32 (1982)
2. Guðmundur Sigurðsson, ÍSL, 4:54:15 (1960)
3. Tuomas Veli Tapio Maisala, FIN, 5:03:43 (1976)
Þorbergur Ingi, sigurvegari í karlaflokki, bætti met Laugavegshlaupsins um 19 mínútur þegar hann kom í mark á 4 klukkustundum og 20 mínútum. Sigurvegarinn í kvennaflokki Hólmfríður Vala Svavarsdóttir var mjög nálægt því að slá met í kvennaflokki og bætti persónulegan árangur sinn um hálftíma en í fyrra hljóp hún á 6:03:50.
Alls lagði 321 hlaupari af stað frá Landmannalaugum í morgun. Vitað er til þess að fjórir hlauparar hafi stoppað í Álftavatni (22 km) beðið er eftir upplýsingum um hvort einhverjir hafi þurft að stoppa í Emstrum (38 km).
Áætlað er að síðustu hlauparar verði komnir í mark í síðasta lagi kl.18.30.