Fyrir bíleigendur og aðra þá sem enn eru á faraldsfæti innanlands í sumarfríinu er ekki jákvætt að heyra að hækkun á eldsneyti geti legið í loftinu. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir að verð á eldsneyti hafi hækkað verulega á erlendum mörkuðum að undanförnu, úr 600 dollurum tonnið í 730 dollara á einni viku.
„Bensínlítrinn gæti farið yfir 190 krónur, nema krónan styrkist eitthvað, en miðað við síðustu ár vonumst við til þess að eldsneytið lækki í ágúst og september, ekki bara fyrir bíleigendur eða okkur heldur fyrir íslenskt þjóðarbú. Það skiptir miklu máli að eyða ekki meira í gjaldeyri en þarf,“ segir forstjóri N1.