Umræðan oft óvægin

Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar alþingis.
Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar alþingis.

Umfjöllun fjárlaganefndar um Icesave-málið var ekki alltaf auðveld. Umræðan oft gagnrýnin og óvægin en fjárlaganefndarmenn lögðu allir  sitt af mörkum við að leita lausna. Þetta sagði Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, er hann mælti fyrir nefndaráliti meirihlutans við frumvarpið um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. á Alþingi í morgun.

 „Hagsmunir íslenskrar þjóðar eru í húfi og það verður fyrst og fremst að meta heildarhagsmuni, jafnt viðskiptalega, félagslega og fjármálalega þætti málsins,“ sagði hann. Fram kom í máli hans að nefndin fékk til sín á sjötta tug gesta við umfjöllun um frumvarpið

Guðbjartur sagði að lærðustu álit og umfjöllun fræðimanna, jafnt sem mótmælaræður, ritað mál og alls kyns orðræða, hafi hjálpað fjárlaganefnd að komast að niðurstöðu í málinu. „Þannig hefur taktfastur trommusláttur á Austurvelli minnt okkur þingmenn á að vanda okkur, vakið athygli á þeim vilja þjóðarinnar að gætt verði hagsmuna Íslendinga, að til verði björt framtíð fyrir börnin okkar,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert