Menn, sem yfirheyrðir voru í dag vegna gruns um að þeir hefðu stolið sófum úr gámum við húsgagnaverslunina Patta í vikunni hafa viðurkennt þjófnaðinn og bent lögreglu á hvar þýfið er að finna. Einn maður á þrítugsaldri er enn í haldi lögreglu vegna málsins en fjórum hefur verið sleppt.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is mun þýfið hafa verið flutt á geymslustað utan við borgarmörkin.
15 og 20 sófasettum var stolið úr geymslugámum húsgagnaverslunarinnar Patta í Dugguvogi í vikunni. Í fyrrinótt urðu starfsmenn varir við að 4-5 sófasettum hafði verið stolið úr gámi og í nótt sem leið voru svo 10-12 sófasett til viðbótar tekin úr öðrum gámi.
Fimm menn voru handteknir í dag vegna gruns um þjófnaðinn og voru þeir yfirheyrðir í dag. Vísbendingar höfðu þá borist um að sófasettin væru í vöruskemmu í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á staðinn fannst merkimiði af sófasetti sem stolið var en sófasettin höfðu verið flutt annað.