Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mun í dag ræða við Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir töfina á afgreiðslu og endurskoðun á lánsumsókninni vera orðna vandræðalega.
Össur Skarphéðinsson sagði að ljóst væri að Icesave-deilan ylli erfiðleikum í stjórnarsamstarfinu. Hann bætti því jafnframt við að viðsemjendur okkar Íslendinga í Icesave -deilunni yrðu að gera sér grein fyrir því að þeir væru að þvinga ríkisstjórnina til að bera fram lausn sem erfitt verði að fá samþykkta á Alþingi.