Bókari sendiráðs kærður fyrir fjárdrátt

Frá Vínarborg.
Frá Vínarborg. mbl.is/Ómar

Utanríkisráðuneytið segir, að komið hafi í ljós að auðgunarbrot hafi átt sér stað í sendiráði Íslands í Vín og hafi bókari sendiráðsins, sem gegnt hefur því starfi undanfarið, viðurkennt aðild sína. Bókarinn hefur þegar látið af störfum.

Ráðuneytið segir, að málið hafi verið kært til lögreglu og  það sé nú til rannsóknar þar, auk þess sem Ríkisendurskoðun fari að beiðni utanríkisráðuneytisins yfir verkferla ráðuneytisins sem tengjast þessu atviki.

Ekki leikur grunur á að aðrir starfsmenn tengist málinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka