Kveiktu í skilti á Eldfelli

Eldfell og Helgafell í Vestmannaeyjum.
Eldfell og Helgafell í Vestmannaeyjum. mbl.is/GSH

Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk á sunnudagskvöld tilkynningu um að eldur væri í upplýsingaskilti sem er við útsýnispallinn í hlíðum Eldfells. Hafði bensíni verið hellt á skiltið og eldur borinn að. 

Við rannsókn lögreglu bárust böndin fljótlega að þremur mönnum um tvítugt sem höfðu keypt bensín fyrr um kvöldið á einni af bensínstöðum bæjarins.  Í framhaldi af því voru þeir boðaðir á lögreglustöð þar sem þeir viðurkenndu að hafa kveikt í skiltinu með því að henda svokölluðum Molotov-kokteil í skiltið. 

Að sögn lögreglu gáfu mennirnir þá skýringu á hegðun sinni að þeir hafi verið að leita að spennu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert