Hætti auglýsingu bjórdrykkja

Stjórn Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrr í dag samhljóða bókun þar sem hvatt er til þess að framleiðendur og innflytjendur bjórdrykkja sem og fjölmiðla hætti birtingu auglýsinga á slíkum drykkjum.

„Ljóst má vera að tilgangurinn er að auglýsa áfenga drykki jafnvel þótt í einhverjum tilvikum sé gerð tilraun til að koma lögmætum stimpli á auglýsingar með lágum áfengisprósentutölum. Auglýsingum þessum virðast mörgum hverjum ætlað að ná til ungs fólks og þær vinna gegn forvörnum í áfengismálum,“ segir í bókun stjórnar ÍTR.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert