Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur
er í hópi bestu glæpasagna sem breskir lesendur geta sökkt sér í nú um
jólin, að mati dagblaðsins Independent. Gagnrýnandi blaðsins, Rebecca
Armstrong, segir að Ísland hafi getið sér glæsilegt orð fyrir
glæpasögur. Önnur bók Yrsu, Sér grefur gröf sé fyndin, þétt og
fullkomin skáldsaga sem gerist á íslensku heilsuhóteli sem reynist
heldur varasamt, jafnvel lífshættulegt fyrir suma gestina.
Listi gagnrýnanda Independent yfir bestu
glæpasögurnar um þessi jól hefur að geyma alls ellefu titla, þar af
þrjá eftir norræna höfunda. Loftkastalinn sem hrundi eftir Stieg
Larsson er efstur á blaði en hún mælir einnig með Næturstormi eftir
Johan Teorin, auk Yrsu, en Rebecca Armstrong segir að hin norræna
glæpasagnabylgja sé síst í rénun.
Sér grefur gröf kom út í Bretlandi í apríl
síðastliðnum og hlaut afar lofsamlega dóma.
Grein Rebeccu Armstrong í Independent