Stórgrýti eyðilagði sjónvarpsendurvarpsstöð

Steinninn er engin smásmíði.
Steinninn er engin smásmíði. bb.is/Steinar Jónasson

Sjónvarpsendurvarpsstöðin á Snjalleyri á Mjólkárhlíð í Arnarfirði gjöreyðilagðist þegar stórgrýti lenti á henni fyrir skömmu. Steinninn skoppaði niður hlíðina og gerði meðal annars stóra holu í veginn áður en hann þeyttist á húsið sem hýsti endurvarpsstöðina og klauf það í tvennt.

Starfsmenn Mjólkárvirkjunar hafa unnið að lagfæringum á veginum og er holan nú horfin. Að sögn Steinars R. Jónassonar, stöðvarstjóra í Mjólká, er einnig áformað að hreinsa burt leifarnar af húsinu, sem var í eigu Orkubúsins, en búnaðurinn frá RÚV, sem í því var, er ónýtur.

bb.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert