Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Tvö þeirra urðu þriðjudaginn 8. desember, bæði á Kolsvíkurvegi við Örlygshöfn. Í öðru tilvikinu var jappa bakkað á annan jeppa með þeim afleiðingum að hann kastaðist á þriðja bílinn. Allir bílarnir skemmdust töluvert.
Í hinu óhappinu, sem varð stuttu seinna átti sami bíll hlut að máli og í fyrra tilvikinu. Bílnum var þá ekið framan á slökkvibíl í blindbeygju. Báðir bílarnir urðu óökufærir og varð að flytja þá af vettvangi með kranabíl.
Þá urðu tvö óhöpp 10. desember. Bíll fór út af veginum við Hnitbjörg á Djúpvegi og skemmdist lítillega en engin slys á fólki. Sama dag var bakkað á kyrrstæða bifreið við Fjarðarstræti á Ísafirði. Einhverjar skemmdir urðu á ökutækjum en engin slys á fólki.