Kaupmáttur hækkaði í nóvember

Launavísitala í nóvember hækkaði um 1,5% frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4% en á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs  hækkað um 8,6%.

Vísitala kaupmáttar launa í nóvember hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 4,3%.

Lágmarkskauptaxtar verkafólks og afgreiðslufólks hækkuðu 1. nóvember og einnig kom til framkvæmda 3,5% launaþróunartrygging.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: Laun
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert