Jólasteikin rennur á brott í ræktinni

Margir fara í ræktina í dag.
Margir fara í ræktina í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Margir voru mættir snemma á líkamsræktarstöðvar í höðuðborginni í morgun til að ná af sér jólasteikinni. Biðröð var utan við húsnæði World Class í Laugum þegar þar var opnað klukkan 10.

Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sagði að mikið hefði verið að gera  og hann áætlaði að um 2500 manns myndu koma í Laugar í dag. Hann sagði að Reykvíkingar hefðu verið duglegir í ræktinni að undanförnu og til dæmis hefðu 1300 manns komið í Laugar á aðfangadag.

Opið verður í fyrsta skipti á nýársdag í Laugum, á milli 12 og 18 og sagði Björn að gaman verði að sjá hvernig það mælist fyrir.

Mikil aðsókn var einnig í öðrum líkamsræktarstöðvum í borginni. Hjá Hreyfingu fengust m.a. þær upplýsingar, að töluvert hefði verið að gera í dag og aðsóknin hefði verið eins og venjulega á laugardögum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka