Svipting dvalarleyfis staðfest

Börn á Filippseyjum.
Börn á Filippseyjum.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar um að afturkalla dvalarleyfi 10 ára gamlar stúlku frá Filippseyjum.

Mánið snýst um konu, sem er fædd og uppalin á Filippseyjum og á þar fjölskyldu. Hún fluttist hingað til lands fyrir mörgum árum, gekk í hjónaband árið 1995 og er nú íslenskur ríkisborgari.

Árið 2006 sótti konan um dvalarleyfi fyrir 7 ára gamla stúlku, sem hún sagði verið dóttur sína fædda á Filippseyjum 1999. Konan lagði fram ýmis gögn, þar á meðal fæðingarvottorð stúlkunnar og þar var faðir sagður óþekktur. Vottorðið var gefið út árið 2004.

Í ljós kom síðar, að litla stúlkan er bróðurdóttur konunnar og konan og íslensku þáverandi eiginmaður hennar hefðu ættleitt hana.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir, að fyrir liggi að konan sé ekki kynmóðir stúlkunnar og því hafi ákvörðun Útlendingastofnunar um dvalarleyfi handa henni byggst á röngum upplýsingum sem lagðar voru fyrir stofnunina með dvalarleyfisumsókn.

Þá veiti fæðingarvottorð barnsins  engin svör við því hverjir séu kynforeldrar þess, en fullyrt sé að þeir séu bróðir konunnar og sambúðarkona hans. Gögn þar um verði þó ekki talin óyggjandi sönnun  fyrir uppruna barnsins. Þá verði heldur ekki talið að einhliða yfirlýsingar um ættleiðingu barnsins til konunnar jafngildi ættleiðingu að filippseyskum lögum og önnur gögn sem eigi að styðja ættleiðinguna séu svo misvísandi að ekki sé unnt að líta til þeirra við úrlausn málsins. Loks liggi fyrir að barnið hafi ekki verið ættleitt samkvæmt íslenskum lögum.

Er það því niðurstaða héraðsdóms, að stjórnvöldum hafi borið að afturkalla dvalarleyfi litlu stúlkunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert