Óhapp á Vesturlandsvegi

Umferðaróhapp var á Vesturlandsvegi í dag. Ungur ökumaður undir áhrifum …
Umferðaróhapp var á Vesturlandsvegi í dag. Ungur ökumaður undir áhrifum ók á ljósastaur. Mynd/ Ingvar Guðmundsson

Ökumaður klessti á ljósastaur á nokkurri ferð á Vesturlandsvegi á ellefta tímanum í morgun. Þrír farþegar voru í bílnum ásamt ökumanni. Kalla þurfti út tækjabíl til að koma farþegum úr bílnum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er sterkur grunur um að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Allir farþegar bílsins auk ökumanns voru fluttir á slysadeild, en ekki liggja fyrir nákvæmari upplýsingar um meiðsli á fólki.

Í bílnum var ungt fólk, allt fætt eftir 1990.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert