Forseti Íslands staðfesti fyrir jólin tillögu náðunarnefndar um að náða erlendan mann, Dieter Samson, sem hafði afplánað 1 ár af fimm ára fangelsisdómi fyrir fíkniefnabrot. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Lagt var til að maðurinn yrði náðaður af heilsufarsástæðum.
Samson, sem er um sjötugt, flutti tæp 20 kg af kannabisefnum og 1,7 kg af amfetamíni til landsins en efnin fundust í bifreið mannsins þegar hann kom til landsins með ferjunni Norrænu í september árið 2008.
Samson átti að baki langan afbrotaferil, eða frá 1965, og hlaut m.a. tvo dóma í heimalandi sínu fyrir manndrápstilraun.