Framkvæmdir við gagnaver Verne Holding hafa verið stöðvaðar. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta að tugir iðnaðarmanna, sem hafa verið við störf við mikla uppbyggingu húsnæðis fyrirtækisins, hafi fengið bréf um að leggja verkfærunum þangað til annað kæmi í ljós.
Segir blaðið, að vinnusvæðinu á Ásbrú þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir hafi verið lokað og allir starfsmenn sendir til síns heima.
Haft er eftir Kristjáni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, að þetta sé reiðarslag og ömurlegt innleg í atvinnumálin á Suðurnesjum.