Skipverjar á Tryggva Eðvarðs SH voru kampakátir þegar þeir komu að landi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi með 11 tonn af rígvænum hrygningarþorski.
„Þessi mánuður hjá okkur er Íslandsmet smábátamanna. Núna í janúar höfum við komið með að landi 230 tonn af þorski og aflaverðmætið er 74 milljónir króna. Mér skilst að fyrra met í afla sé 218 tonn og verðmætin hafi mest hingað til orðið 42,7 milljónir króna,“ sagði Arnar Laxdal Jóhannsson skipstjóri í samtali við Morgunblaðið þegar hann kom að landi á Rifi í gærkvöldi eftir tæplega sólarhrings útiveru.
Sjá nánar um fiskiríið undan Jökli í Morgunblaðinu í dag.