Lýsti miklum áhyggjum af stöðu bankanna

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, staðfesti í samtali í gær að hann hefði sem formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands átt fund með Nout Wellink, seðlabankastjóra Hollands, í fyrri hluta september árið 2008. Fundurinn var haldinn í Basel að frumkvæði Wellink.

Um trúnaðarfund var að ræða en þar sem Wellink hefur nú greint frá þessu samtali opinberlega fyrir þingnefnd hollenska þingsins segist Davíð geta staðfest ummæli hans.

„Hann spurði mig álits á stöðu bankakerfisins á Íslandi,“ segir Davíð um samtal hans og Wellinks. „Ég sagði honum að ég hefði af því mjög miklar áhyggjur, sem lægi í augum uppi, því þá höfðu allir aðdrættir að endurfjármögnun bankakerfisins verið stíflaðir í 13 mánuði,“ segir hann.

Ekki talsmaður ríkisstjórnar

„Þá spurði hann mig að því hvort ég hefði greint ríkisstjórninni frá þessari skoðun minni. Ég sagði honum að ég hefði gert það. Ég hefði þegar í febrúar á því ári og oft síðar, greint forsætisráðherra og eftir atvikum öðrum ráðherrum frá því að ég hefði þungar og vaxandi áhyggjur af stöðu bankakerfisins. En ég tók fram að það væri ekki mitt að segja til um hvort ríkisstjórnin deildi minni skoðun því ég væri ekki talsmaður hennar.“ 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka