Skrökva í oddaaðstöðu

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Ómar Óskarsson

S-listi Skrökvu er í oddaaðstöðu í Háskóla Íslands og getur myndað meirihluta í stúdentaráði með hvort sem er Vöku eða Röskvu.

Líkt og í fyrra er Vaka stærsta fylkingin í háskólanum en hlaut ekki næg atkvæði til að mynda hreinan meirihluta.

Úrslit kosninga til stúdentaráðs, sem fram fóru í gær og fyrradag, urðu þau, að A-listi Vöku fékk 2.424 atkvæði, eða 44,62% og fjóra menn kjörna.
V-listi Röskvu hlaut 2.263 atkvæði, eða 41,66% og einnig fjóra menn kjörna.

S-listi Skrökvu hlaut hins vegar 745 atkvæði, eða 13,72% og einn mann kjörinn.  Auð atkvæði voru 241 og kosningaþátttaka var 39,05%.

Í kosningum til háskólaráðs hlaut Vaka 2.268 atkvæði og Röskva 2.272. Auð atkvæði voru 559 og kosningaþátttaka 35,19%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert