Bíða niðurstöðu Hæstaréttar

„Þessi dómur er náttúrlega nýfallinn, þannig að við erum að lesa hann yfir og skoða hvort það sé t.d. einhver eðlismunur á þessu máli og því máli sem dæmt var í desember á síðasta ári,“ segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, inntur viðbragða við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lýsingar sem kveðinn var upp í gær.

Magnús bendir á að í desember sl. hafi fallið dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem komist var andstæðri niðurstöðu, miðað við dóminn í gær, en þar var niðurstaðan að kaupleigufyrirtækinu SP Fjármögnun hefði mátt miða við gengi erlendra gjaldmiðla í bílasamningum.

Spurður hvort og hvernig Avant muni bregðast við nýföllnum dómi segir Magnús að ekki verði brugðist við með neinum sérstökum hætti á núverandi tímapunkti enda nauðsynlegt að bíða niðurstöðu Hæstaréttar.

„Ég reikna með að báðum málum verði áfrýjað til Hæstaréttar og deilan leidd til lykta þar. Þetta er það stórt mál að nauðsynlegt er að Hæstiréttur skeri úr það,“ segir Magnús. Bendir hann á að tugir þúsundir bílasamningar, þar sem miðað sé við gengi erlendra gjaldmiðla, séu í gildi og því ljóst að málið varði marga. Spurður hvort mál þessa eðlis hafi verið höfðað gegn Avant svarar Magnús því játandi og tekur fram að það bíði þess að vera dómtekið.


Magnús Gunnarsson.
Magnús Gunnarsson. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert