Um 85 félagsmenn í Kennarasambandi Íslands hafa verið atvinnulausir að hluta eða öllu leyti í vetur og samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eru 135 atvinnulausir skráðir með kennaramenntun.
Á fimmta hundrað kandídatar útskrifast úr grunnnámi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á vormánuðum og óhætt er að segja að atvinnuhorfur þeirra flestra hafi gjörbreyst frá því sem var þegar þeir hófu nám á tímum þegar erfitt var að fullmanna kennarastöður.
Margir sem stefndu í upphafi á þriggja ára háskólanám sjá sér því vart fært að fara á vinnumarkaðinn nú og ætla sér því að ílengjast í námi í tvö ár til viðbótar.
„Ég veit að fólk hefur áhyggjur af því að fá ekki vinnu og margir hafa ákveðið að láta ekki reyna á það heldur halda áfram í skóla og fara í meistaranám,“ segir Inga Lára Björnsdóttir, formaður Kennó, félags stúdenta á Menntavísindasviði.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.