„Það er hvergi meiri niðurskurður á áformum um vegaumbætur en á þessum kafla frá Bjarkarlundi að Þingeyri. Bæði eru Dýrafjarðargöngin slegin af og engir nýir fjármunir veittir til vegamála á Vestjörðum,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður.
Í Morgulblaðinu í dag segir Kristján L. Möller samgönguráðherra það ekki vera rétt að búið sé að slá göngin af, heldur sé einungis verið að seinka þeim.
„Það er alveg ljóst að verið er að slá Dýrafjarðargöngin af,“ segir Kristinn. Áætlað hafi verið að veita milljarði til þeirra en það verði slegið af gangi tillaga samgönguráðherra eftir. Segir hann Vestfirðinga vera afskipta þegar kemur að vegaumbótum.