Hópslagsmál brutust út í Kórahverfi í Kópavogi á fjórða tímanum í dag. Kallað var eftir aðstoð lögreglu til að skakka leikinn og voru sjö menn handteknir. Var bareflum og vopnum beitt. Tveir voru fluttir á slysadeild með áverka.
Lögregla var kölluð að Tröllakór í Kópavogi klukkan 15:33 þar sem tilkynnt hafi verið um hópslagsmál á milli manna. Vopn og barefli voru notuð í þessum átökum, segir lögregla.
Sjö voru handteknir en þeir hafa allir áður komið við sögu lögreglu. Ekki er vitað á þessari stundu hvað mönnunum gekk til
Þá segir lögrelga að ekki sé vitað um áverka þeirra sem fluttir voru á slysadeild.